Félagatal og algengar spurningar

Tilkynning

Í apríl 2023 munum við hefja stórkostlegt 25 ára afmæli GreySheeters Anonymous sem var sofnað þann 6. apríl 1998. Afmælið ber yfirskriftina „From Grey to Silver“ og er skipulagt af spænskumælandi GSA-félögum í La Comunidad Hispana. Í sama mánuði, í apríl, mun GreySheeters Anonymous standa fyrir félagatali sem stendur í um það bil fimm mánuði. Þetta félagatal var samþykkt af Heimsráðstefnunni árið 2022. Samþykkt var ályktun þess efnis að gert yrði félagatal á 5 ára fresti. Síðasta félagtal var gert árið 2018.

Algengar spurningar

Í hvað er félagatalið notað?

Félagatalið er notað til að sjá hvar GSA-félaga okkar er að finna svo við getum úthlutað þjónustu til þessara samfélaga, til að læra hvernig GSA-félagar fundu GreySheeters Anonymous, til að reikna út hversu mikið og langt GreySheet fráhald við höfum og til að safna símanúmerum og netföngum þeirra sem það vilja fyrir símalistann okkar og tengiliðalista svæða.

Hvað er þessi símalisti og tengiliðalisti svæða?

Símalistinn er verkfæri til að ná til annarra félaga í GSA og tengiliðalisti svæða er leið til að sinna þjónustu sem tengiliður fyrir þitt svæði. Báðir listarnir krefjast nafns þíns. Það er algjörlega valfrjálst að deila tengiliðaupplýsingum þínum fyrir símalistann eða tengiliðalista svæða. Símalistinn er varinn með lykilorði og það lykilorð breytist á 3ja mánaða fresti. Upplýsingum um þig er aldrei dreift. Aðeins þátttakendur í símalistanum fá lykilorðið. Ef þú velur að skrá þig á tengiliðalista svæða verður fornafn þitt, svæði og netfang birtast á vefsíðunni.

Af hverju er beðið um nafnið mitt?

Félagatalið er ekki aðeins könnun heldur skrá og við viljum tryggja að við teljum hvern einstakling aðeins einu sinni. Árið 2018 skráði einhver fjöldi félaga sig oftar en einu sinni með ólíkum netföngum sem olli því að einhverjir voru taldir oftar en einu sinni. Nöfn hjálpa okkur að telja fólk aðeins einu sinni.

Er þetta valfrjálst?

Já. Höfuðtilgangur félagatalsins er að svara spurningum um stöðu okkar, hversu mikið fráhald við höfum og hvernig við getum sem best náð til næsta nýliða. Til að svara þessum spurningum þurfum við að minnsta kosti netfangið þitt, landið þitt, fráhaldsdaginn þinn og hvernig þú fannst GSA. Hinar 12 spurningar sem eftir eru eru valfrjálsar, en heimsþjónustunefndirnar þínar vilja endilega fá sem flest svör til að þjóna samtökunum betur!

Hvað verður um upplýsingarnar okkar? Hver sér þær? Hvað er gert við þær?

Upplýsingarnar þínar eru trúnaðarmál. Aðeins nefndarmenn munu sjá gögnin svo þeir geti tekið saman skýrslur um niðurstöður félagatalsins. Skýrslurnar munu ekki tilgreina neina einstaklinga. Dæmi um upplýsingar sem koma fram í skýrslunum eru fjöldi GSA-félaga á tilteknu svæði, meðalfráhaldstími á ýmsum svæðum og hvernig félagar fundu GSA. Sem dæmi má nefna að árið 2018 höfðu flestir félagar fundið GSA í gegnum annan félaga.

Spurningar? GreySheetCounts@greysheet.org


 
 
 


 
 
 
This website uses cookies that are necessary to its functioning and required to achieve the purposes illustrated in the privacy policy. By accepting this OR scrolling this page OR continuing to browse, you agree to our privacy policy.